Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsafmæli árið 2020

20.12.2020
Starfsafmæli árið 2020

Starfsafmæli árið 2020.

Í ár eiga fimm starfsmenn skólans starfsafmæli. Bergljót Vilhjálmsdóttir 15 ára , Ölrún Marðardóttir 20 ára. Guðrún Pálsdóttir, Elísabet Benónýsdóttir og  Ólöf Harpa Gunnarsdóttir 25 ára. Hingað til hafa starfsmenn af þessu tilefni fengið að gjöf Kærleikskúluna og um leið hefur skólinn styrkt verðugt málefni. Í ár seldist kúlan strax upp og því er í hennar stað gefinn Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, bjúgnakrækir. Óróanum sem er hannaður af Sigga Odds fylgir ljóð um bjúgnakæri eftir Þórdísi Gísladóttur.

Bréf til Bjúgnakrækis

Kæri Bjúgnakrækir!
Ég vil vara þig við,
nútíminn gæti valdið vonbrigðum.

Þú finnur hvergi reykfyllt rjáfur
þar sem bjúgu
hanga í loftbitum.

Fyrr rekst þú á flatbökur,
grænkerakrásir og franskar kartöflur
en uppáhaldsmatinn þinn.

En treystu mér
og taktu nú eftir,
ég vil trúa þér fyrir dálitlu.

Þú munt kætast                                                                         
ef þú laumast
inn í kæliklefa kjörbúðar.

Þar leynast bjúgu í lofttæmdum umbúðum
og handhægum bökkum sem hita má í örbylgjuofni.

Og bestu fréttirnar eru þær
að sumar búðir eru opnar allan sólarhringinn.

- Þórdís Gísladóttir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband