Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanna

14.06.2021
Úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Löng hefð er fyrir þátttöku Hofsstaðaskóla í NKG, nýsköpunarkeppnin grunnskólanna og hafa nemendur skólans jafnan verið sigursælir og skólinn jafnan sent inn flestar hugmyndir. Í ár sendu nemendur úr 31 skóla inn hugmyndir í nýsköpunarkeppnina en eins og með margt annað þá hafði alheimsfaraldurinn áhrif og ekkert varð úr vinnusmiðjunum. Þátttakendur fengu engu að síður viðurkenningar fyrir innsendar hugmyndir.

Viktoría Fenger og Íris Eva Björnsdóttir í 6. bekk Hofsstaðaskóla fengu viðurkenningu, Tæknibikar Pauls Jóhannssonar, fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu á hugmyndinni VaknaðuSjáðu vekjaraklukka. 

Þær hljóta báðar að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Hugmyndin er vekjaraklukka sem, lýsir á loft/vegg dagskrá dagsins þegar hún hringir.

Þeir Benedikt Björn Benediktsson og Viktor Bjarki Ólafsson í 7. bekk fengu viðurkenningu fyrir að komast í úrslit í nýsköpunarkeppninni með hugmyndina FerðaHettupeysukoddi. Hugmyndin byggir á hettupeysu sem hægt er að blása í hettuna og nota hana sem kodda á ferðalögum.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og hverjum þau til frekari dáða.

Til baka
English
Hafðu samband