Göngum í skólann
09.09.2021

Alþjóðlega samstarfsverkefnið Göngum í skólann hófst miðvikudaginn 8. september en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt í verkefninu. Markmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Ávinningurinn felst í aukinni hreyfingu, minni umferð, hreinna lofti og aukinni samfélagsvitund þar sem framlag hvers og eins skiptir máli. Hofsstaðaskóli tekur þátt eins og undanfarin ár og hvetjum við öll heimili að taka þátt með okkur.