Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð HS-leikanna

25.11.2021
Uppskeruhátíð HS-leikannaHS-leikarnir sem fram fóru 4. og 5. nóvember heppnuðust mjög vel en uppskeruhátíð leikanna var rafræn þetta árið vegna samkomutakmarkanna. Nemendur fylgdust með í hinum ýmsu skólastofum og því mátti heyra lófaklapp víðsvegar um skólann. Fyrirliðum var þakkað fyrir þeirra framtak en veittar voru viðurkenningar til þeirra liða sem fengu flest stig. Í fyrsta sæti voru Úldnu eplin, í öðru sæti 15 eldingar og í því þriðja Kjúklinganaggarnir. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar viðurkenningar voru afhentar.

Til baka
English
Hafðu samband